Greiðsluskilmálar

Deloitte er innheimtuaðili og móttakandi greiðslna fyrir Já. Einstaklingar fæddir eftir árið 1950 fá reikninga á rafrænu formi í netbanka en aðrir fá póstlagða reikninga, nema annars hafi verið óskað. Fyrirtæki fá póstlagða reikninga nema þau geti tekið á móti rafrænum reikning beint í bókhaldskerfi. Útskriftargjald greiðist fyrir hvern sendan reikning til samningsaðila. Einstaklingar skráðir í netreikning greiða færslugjald. Sé reikningur ekki greiddur á eindaga greiðast dráttarvextir frá eindaga til greiðsludags, auk þess sem gjald, kr. 950, vegna innheimtuviðvörunar leggst á kröfu við útsendingu 7 dögum eftir eindaga. Viðskiptavinum Já gefst kostur á því að velja á hvaða hátt reikningar berast til þeirra, með netreikning í heimabanka eða með pappírsreikningi. Athugið að ekki er hægt að breyta greiðsluformi nema með samráði við starfsmenn Já eftir að reikningur hefur verið sendur út. Smelltu hér til að fylla út beiðni um breytingu á sendingarformi reikninga til þín. Athugið að skráningar hjá Já, birtast í miðlum Já og haldast óbreyttar milli ára nema ósk komi frá viðskiptavin um annað. Já áskilur sér þó rétt til að fjarlægja skráningar af miðlum Já komi til vanskila.

Almennir greiðsluskilmálar

Reikninga ber að greiða á eindaga. Reikningar skulu sendir samningsaðilum með góðum fyrirvara, eða birtir á vefsvæði þeirra samningsaðila sem þess hafa óskað. Eindagi reikninga er minnst 30 dögum eftir útgáfudag. Sé reikningur ekki greiddur á eindaga skal samningsaðili greiða dráttarvexti, eins og þeir eru ákveðnir skv. 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá og með eindaga til greiðsludags. Athugasemdir skulu gerðar við útgefna reikninga án tafar og eigi síðar en á eindaga, ella telst reikningur samþykktur. Óskir þú eftir frekari upplýsingum um reikninga vegna skráninga hjá Já er bent á skrifstofu Já í síma 522 3200 eða senda tölvupóst á ja@ja.is.

Spurt og svarað

Þarf að greiða fyrir að vera skráður hjá Já?

Allar grunnskráningar eru ókeypis. Grunnskráning einstaklinga felur í sér nafn, starfsheiti, heimilisfang, símanúmer, netfang og samfélagsmiðla. Grunnskráning fyrirtækja inniheldur nafn, heimilisfang, símanúmer og tegund fyrirtækis. Ef bætt er við skráninguna, t.d. samfélagsmiðlum, afgreiðslutímum o.s.frv., er greitt fyrir það árgjald samkvæmt verðskrá. Smelltu hér til að sjá verðskrá skráninga í miðla Já.

Hvar birtist skráningin mín?

Skráningar birtast í eftirfarandi miðlum: Greitt er eitt árgjald fyrir birtingu í öllum miðlum Já.

Er árgjald fyrir skráningu nýtilkomið?

Nei, árgjald hefur alltaf verið innheimt fyrir skráningar. Í gegnum tíðina hefur verið misjafnt hvort árgjald fyrir skráningar hafi verið á símareikningum fjarskiptafyrirtækja eða á reikningi frá Já. Nú fá allir viðskiptavinir reikning beint frá Já. Árið 2016 var tekið upp nýtt fyrirkomulag skráninga. Greitt er eitt árgjald fyrir skráningu einstaklinga umfram grunnskráningu, 980 kr.m.vsk. Skráningar fyrirtækja, umfram grunnskráningu, falla í einn af fimm skráningapökkum fyrirtækja. Haft var samband við öll fyrirtæki bréfleiðis í lok árs 2015 vegna breytts fyrirkomulags.

Get ég gert breytingar?

Já, að sjálfsögðu, viðskiptavinum gefst kostur á að breyta skráningum og þar með reikningnum til og með eindaga. Eftir eindaga telst reikningurinn hins vegar samþykktur. Áfram er þó hægt að gera breytingar á skráningu, en þær koma ekki til lækkunar reiknings. Þú getur breytt skráningunni þinni hér eða haft samband við skrifstofu Já í síma 522 3200 eða sent tölvupóst á ja@ja.is.

Á hvaða formi er hægt að fá reikninga?

Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á að fá reikninga frá okkur á eftirfarandi formi:
  • Prentaður og sendur í pósti
  • Rafrænt skjal í netbanka
  • Rafrænn reikningur í gegnum skeytamiðlun
Við mælum með því að viðskiptavinir okkar fái reikninga frá okkur rafrænt til að lækka þjónustugjöld og vernda umhverfið. Smelltu hér til að fylla út beiðni um breytingu á sendingarformi reikninga til þín.

Hvers vegna færslugjald eða útskriftargjald?

Við innheimtum þjónustugjöld til að mæta kostnaði við að prenta og senda greiðsluseðla eða birta þá rafrænt.
  • Á hvern reikning sem er sendur rafrænt leggst færslugjald upp á 100 kr. m/vsk.
  • Á hvern reikning sem er prentaður og sendur í pósti leggst útskriftargjald upp á 310 kr. m/vsk.

Viltu vita meira?

Hafðu samband við okkur í síma 522 3200 eða sendu tölvupóst á ja@ja.is.